SELT
Framkvæmdir eru hafnar á nýju parhúsi í Keldulandi 2-4 á Selfossi. Íbúðirnar sem um er að ræða eru 174 fermetrar með bílskúr. Íbúðirnar samanstanda af stofu og eldhúsi í opnu rými, forstofu, 3 svefnherbergjum þar af er hjónaherbergið með litlu baðherbergi með sturtu, baðherbergi, sambyggður bílskúr með geymslu og þvottarhúsi. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar fokheldar í maí 2018. Húsið verður klætt að utan með litaðri álklæðningu, álklæddir timburgluggar og álvindskeiðar. Grófjöfnuð lóð að utan.
Einnig verður í boði að fá afhent tilbúið til málunar en hafa skal samband fyrir verð á því stigi. Fyrir frekari upplýsingar skal hafa samband.

