Um Kvistfell
Kvistfell var stofnað árið 1994 á Selfossi. Eigendur þá voru hálfbræðurnir Svavar Valdimarsson og Þorsteinn Þorvaldsson. Eftir 3 ár í rekstri var Svavar keyptur út og síðan þá hefur Kvistfell ehf verið í eigu og rekið af Þorsteini Þorvaldssyni. Verkefnin í gegnum tíðina hafa verið ansi mörg og afar fjölbreytt. Fyrirtækið hefur byggt fjöldann allan af timburhúsum og iðnaðarhúsum en einnig sinnt ýmsu viðhaldi, viðgerðum, stækkunum og margt fleira. En í gegnum tíðina hefur fyrirtækið stækkað og tekur nú að sér enn fjölbreyttari verk.
Kvistfell hefur byggt fjölmörg hús í gegnum árin undir stjórn Þorsteins, bæði íbúðarhús og sumarbústaði. Á síðustu árum höfum við verið í því að sérhæfa okkur meira í viðhaldslitlum húsum. Með því er þá verið að tala um hluti eins og álvindskeiðar, utanhússklæðningar sem ekki þarf að sinna, hurðum og gluggum sem ekki þarf að mála. Við höfum mikla sérfræðiþekkingu í að byggja slík hús og erum stolt af því sem við skilum af okkur. Það eru þó ekki bara nýbyggingar og viðhald húsa sem við sinnum, heldur fjöldinn allur af ólíkum verkefnum. Undanfarin ár höfum við til dæmis unnið mikið fyrir Umhverfisstofnun um land allt. Verkefni fyrir þá hafa verið af ýmsum toga og eru til dæmis, en ekki eingöngu: pallastéttir fyrir túrista t.d. allir stígar við Gullfoss, útsýnispallar, salernishús fyrir ferðamenn, öryggisgirðingar, setja niður skilti og margt fleira.
Við höfum mikinn verkfæra- og tækjaflota. Við eigum flest þau verkfæri fyrir húsasmiði sem hugurinn girnist. Vinnuvéla deildin er líka alltaf að stækka. Í dag er fyrirtækið með litla beltagröfu, liðlyfting og þriggja tonna ausu. Þessi mikla breidd á tækjum og tólum gerir okkur kleift að taka að okkur hin ýmsu verkefni. Við erum ekki aðeins að sinna nýbyggingu og viðhaldi húsa heldur einnig ýmislegri jarðvinnu, stígagerð, útsýnispallar, göngustígar/pallar og margt fleira.


